21.04.2024 09:46

MSC Poesia við bryggju á Akureyri í gær

MSC Poesia við bryggju á Akureyri í gær

                 

                           MSC Poesia við bryggju á Akureyri í gær mynd þorgeir Baldursson 

Farþegar eru 2.550 og í áhöfn eru 1.039.skipið lét úr höfn um kl 19 i gærkveldi 

   

20.04.2024 19:26

Hvalaskoðunnarbáturinn Dögunn á Akureyri i dag

                                            7827 Dögun  Hvalaskoðunnarbátur að koma til Akureyrar i dag mynd þorgeir Baldursson 

Það er hvalaskoðunnarfyrirtækið www.arcticseatours.is á Dalvik sem að geri út nokkra báta til hvalaskoðunnar á Eyjafirði

og hérna er páll Steingrimsson skipstjóri að koma frá Dalvik i dag þangað sem að hann sótti bátinn  sem að verður nýttur 

til hvalaskoðunnarferða frá Akureyri næstu misserin 

 

19.04.2024 23:26

70 tonn af graðýsu og stórþorski

                                                      1661 Gullver Ns 12 mynd þorgeir Baldursson 2023

Mokveiði var hjá ís­fisk­tog­ar­an­um Gull­ver NS á Síðugrunni þar sem feng­ust 70 tonn á tutt­ugu klukku­stund­um. Tog­ar­inn kom til lönd­un­ar á Seyðis­firði í gær­morg­un og var afl­inn 107 tonn.

„Við vor­um bún­ir að landa tvisvar sinn­um í Hafnar­f­irði fyr­ir þenn­an túr. Að lok­inni seinni lönd­un­inni héld­um við út á Eld­eyj­ar­banka en þar reynd­ist vera hálf­dauft. Eft­ir tvo sól­ar­hringa yf­ir­gáf­um við Eld­eyj­ar­bank­ann og sigld­um aust­ur­eft­ir,“ seg­ir Þór­hall­ur Jóns­son skip­stjóri um veiðiferðina í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Þegar komið var á Síðugrunn reynd­um við fyr­ir okk­ur og þar var mokveiði. Á Síðugrunni feng­ust 70 tonn á 20 tím­um og þarna var um að ræða graðýsu og stórþorsk. Að lokn­um þess­um 20 tím­um var komið hrygn­ing­ar­stopp á svæðinu og þá var keyrt aust­ur á Fót­inn. Á Fæt­in­um tók­um við 15 tonn og þar með var skipið nán­ast fullt og haldið til lönd­un­ar,“ seg­ir hann.

Gull­ver mun halda til veiða á ný á laug­ar­dags­kvöld.

19.04.2024 22:34

Börkur og Beitir mætast við Nipuna

                  Börkur og Beitir mætast við Nipuna i minni Norfjarðar mynd Þorgeir Baldursson 2012

19.04.2024 22:19

Akureyrin EA 10

            1352 Akureyrin EA10 mynd þorgeir Baldursson 
 

19.04.2024 22:06

 Fosnakongen i slipp á Akureyri

                           Fosnakongen fiskleldisbátur Arnarlax mynd þorgeir Baldursson 19 April 2024

þetta er  norskt þjónustuskip í sjókvíaeldinu á Vestfjörðum.

17.04.2024 21:31

Margret EA 710

                     2730 Margret EA 710 mynd þorgeir Baldursson  
                 2730 margret EA eftir að búið var að byggja yfir dekkið mynd þorgeir 

17.04.2024 21:07

Sæbjörg EA184 fiskar vel i netin

                         2047 Sæbjörg EA184 dregur netin i Eyjafirði i vikunni mynd þorgeir Baldursson 

 

16.04.2024 22:46

2894 Björg EA og 7343 Sigurvin

                      2894 Björg EA7 á útleið eftir löndun á Akureyri og 7343 Sigurvin EA á strandveiðum i firðinum mynd þorgeir Baldursson 2024

16.04.2024 22:43

Hafborg EA152 á Siglingu á Eyjafirði

                                          2940 Hafborg EA 152 kemur til hafnar á Dalvik mynd þorgeir Baldursson 

16.04.2024 08:08

AIDAsol fyrsta skemmtiferðaskip sumaersins 2024

                         Fyrsta Skemmtiferðaskipið 14 April  2024 á Akureyri mynd þorgeir Baldursson

                                        Adiasól á Akureyri mynd þorgeir Baldursson 14 April 2024

                                    AIDA sol við bryggju á Akureyri 14 april 2024 mynd þorgeir Baldursson 

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins var á Akureyri þann 14 April ; AIDAsol lagðist að Oddeyrarbryggju snemma um morgunin 

 og hélt úr höfn á ný um áttaleytið sama  kvöld.

Farþegar um borð í AIDAsol eru 2.194 en starfsmenn 646. SKipið er 253 m langt og 37,6 m á breidd.

Næsta skip kemur til Akureyrar um næstu helgi og það þriðja mánudaginn 22. apríl. Fleiri verða þau ekki í þessum mánuði.

 

14.04.2024 08:15

Netarall á Eyjafirði

Það var mikið um að vera hjá Gylfa Gunnarssyni skipstjóra og hans Áhöfn á Leifa EA 888 þar sem að þeir voru að draga netin i Eyjafirði 

á föstudaginn en báturinn er i Netaralli á vegum Hafró aflinn var með besta móti um 23 tonn af góðum vertiðarfiski sem að fór á markað 

hérna koma nokkar myndir sem að voru teknar i vikunni 

                                         1434 Leifur EA 888 mynd þorgeir Baldursson 12 april 2024 

                    1434 Leifur EA 888 á landleið með góðan afla ca 23 tonn mynd þorgeir Baldursson 

                                 Steinn hafnarvörður tekur á móti springnum mynd þorgeir Baldursson 

                                                 Gylfi Gunnarsson skipstjóri mynd þorgeir Baldursson 

                                          Góður vertiðarfiskur i Eyjafirði mynd þorgeir Baldursson 12 april 

                   lestamenn að tina uppi kör svo mikill var aflinn mynd þorgeir Baldursson 

                                                      Sturtað i körin mynd þorgeir Baldursson 12 april 2024

                                 Fiskinum sturtað i körin skipverji á Leifi EA fylgist með mynd þorgeir Baldursson 

                                 Skipverji á Leifi EA lagar til i körunum mynd þorgeir Baldursson 

                                           Tilraunaverkefni i á Suðurnesjum mynd þorgeir Baldursson 

 

10.04.2024 05:55

Við lentum í bölvuðu brasi

Veður var ekkert spennandi undir lok síðasta túr Gullvers NS .

Veður var ekkert spennandi undir lok síðasta túr Gullvers NS sem landaði 72 tonnum í Hafnarfirði í gær. Ljósmynd/Síldarvinnslan: Þorgeir Baldursson

 

 

Gull­ver NS landaði 72 tonn­um í Hafnar­f­irði í gær­morg­un eft­ir mis­góða veiðiferð og var afl­inn mest karfi og þorsk­ur. Skipið hélt á miðin á ný að lok­inni lönd­un í gær.

„Við byrjuðum á að taka karfa út af Mel­sekk en þangað var eins og hálfs sól­ar­hrings sigl­ing frá Seyðis­firði. Það gekk vel að ná karf­an­um þarna. Við færðum okk­ur síðan á Eld­eyj­ar­bank­ann en borist höfðu góðar veiðifrétt­ir þaðan. Þegar þangað var komið hafði veiðin hins veg­ar dottið niður,“ seg­ir Þór­hall­ur Jóns­son skip­stjóri um túr­inn í færslu á vef Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

„Þá færðum við okk­ur norður und­ir Látra­grunn en þaðan höfðu einnig borist góðar frétt­ir. Þetta var sama sag­an því veiðin var dott­in niður þar líka þegar við kom­um. Að þessu loknu héld­um við á ný á Eld­eyj­ar­bank­ann og vor­um þar það sem eft­ir var túrs­ins. Und­ir lok­in var veðrið ákaf­lega leiðin­legt. Það voru yfir 25 metr­ar síðasta einn og hálf­an sól­ar­hring­inn og við lent­um í bölvuðu brasi, fest­um illa og slit­um grand­ara. Það geng­ur ekki alltaf allt að ósk­um í þess­um bransa en það geng­ur bara bet­ur næst,” seg­ir Þór­hall­ur.

08.04.2024 22:19

Húni EA á siglingu á sjómannadaginn

                                     108 Húni 2 EA 108 á siglingu á sjómanndag mynd þorgeir Baldursson 

04.04.2024 20:29

Kaldbakur EA aflahæðstur i mars

                                             2891 Kaldbakur EA1 mynd þorgeir Baldursson 2023 

 Botnvarpa í mars.2024.nr.5

Listi númer 5

Lokalistinn

 

Það var þá á endanum Kaldbakur EA sem hirti toppsætið.  enn togarinn kom með 342 tonn í 2 löndunum 

 

og þar af kom togarinn með 145 tonn eftir aðeins um 2 og hálfan dag á veiðum,  það gerir um 58 tonn á dag

 

Þórunn SVeinsdóttir VE 159 tonn í 1

 

Vestmannaey VE 180 tonn í 1

 

Bergur VE 188 tonn í 2

 

Sturla GK 152 tonn í 2 og átti togarinn ansi góðan mánuð, og var einn af fimm sem yfir 800 tonnin komust í mars

 

Harðbakur EA 289 tonn í 3 róðrum ,

heimild  Aflafrettir.is

Eldra efni

Um mig

Nafn:

Þorgeir Baldursson

Farsími:

8620479

Heimilisfang:

Reynihlið 15 D 604 Hörgárbyggð

Staðsetning:

Hörgárbyggð

Um:

Fréttaritari Morgunblaðsins til sjávar og sveita og öll Almenn Ljósmyndun sem að tengist Sjávarútvegi

Tenglar

Flettingar í dag: 498
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 1858
Gestir í gær: 51
Samtals flettingar: 1061772
Samtals gestir: 50969
Tölur uppfærðar: 22.12.2024 05:59:19
www.mbl.is